Fréttatíminn

Engum háður

Thursday, July 11, 2013

Konur lesa Fréttatímann


Konur 25 til 50 ára velja frekar Fréttatímann


Capacent birti í vikunni upplýsingar um lestur á prentmiðlum sem eru um margt athyglisverðar. Ef rýnt er í þessar tölur sjáum við sterka stöðu Fréttatímans á höfuðborgarsvæðinu. Núna lesa 54.3% höfuðborgarbúa blaðið og hefur það haldist svipað frá því að mælingar Capacent hófust í upphafi árs 2011. Það sem hefur breyst er að lestur kvenna á Fréttatímanum hefur aukist en á sama tíma hefur þeim körlum sem lesa blaðið fækkað. Í upphafi árs 2011 lásu 54% kvenna á aldrinum 25 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu Fréttatímann en núna lesa 60% blaðið. Í upphafi árs lásu 69% þessa hóps Fréttablaðið á föstudögum en núna les 61% blaðið. Það er sami fjöldi og les Fréttatímann. Lesendur Fréttatímans eru því jafn margir og lesendur Fréttablaðsins í þessum mikilvæga markhópi. Það er því ekki að undra að auglýsendur finni aukinn árangur af því að auglýsa í Fréttatímanum. Við höfum náð Fréttablaðinu.

Til samanburðar les 71% karla á sama aldri og svæði föstudagsblað Fréttablaðsins. Mun fleiri karlar lesa blaðið en konur. Þessu er öfugt farið með Fréttatímann. Fréttatíminn er því kvennablaðið og Fréttablaðið karlablaðið.


No comments:

Post a Comment