Föstudaginn 3. maí gefum við á Fréttatímanum út blað um garða. Í blaðinu kennir margra grasa ef svo má að orði komast. Hari mun grilla eins og enginn sé morgundagurinn og kenna okkur réttu taktana við grillið. Við munum kynna helstu pottana og hvernig á að setja þá upp, fjalla um palla og pallasmíð, sem og almennt um garðinn, gróðurinn og garðahönnun.
Sérblöð Fréttatímans eru vönduð og auglýsingar í þeim skila auglýsendum árangri enda er Fréttatíminn lesin af um 109.000 manns um hverja helgi en ekki bara flett við morgunverðarborðið.
Ef þú hefur áhuga á að koma að efni eða auglýsingu í blaðið þá snúðu þér til auglýsingadeildar Fréttatímans. Síminn er 531 3310 eða sendu okkur póst áauglysingar@frettatiminn.is
No comments:
Post a Comment