Capacent birti í síðustu viku niðurstöðu mælinga á lestri blaða á fyrsta ársfjórungi 2013. Capacent mælir lestur á blöðum daglega. Það er safnað um 30 svörum daglega, um 2500 á hverjum ársfjórðungi. Úrtakið eru Íslendingar 12 til 80 ára af landinu öllu. Lestur á helstu miðla hefur verið nokkuð stöðugur undanfarið ár en lesendum er heldur að fækka, hægt og sígandi. Í þessari könnun kemur í ljós að lestur Fréttablaðsins er t.d. fyrir neðan 60% "múrinn" á landsvísu og hefur verið það í nærri ár. Sem dæmi þá var lesut á Fréttablaði um 68% um land allt í maí árið 2006. Lestur á Morgunblaðið er tæp 33% núna og virðist vera nokkuð stöðugt þar, hefur lítið breyst frá 2011 þegar þessar mælingar hófust að nýju. Lestur á Morgunblaðið var hins vegar 54% í maí 2006 þannig að það hefur fallið mikið frá þeim tíma. Hugsanlega er Morgunblaðið búið að "finna botninn"
Það eru hins vegar breytingar innbirðis á þeim hópum sem lesa þessi blöð Þannig hefur konum á höfuðborgarsvæðin sem lesa Fréttablaðið fækkað síðustu ár, (25 til 80 ára 82% aprl -jún 2011 en 76% núna jan- mars 2013) á sama tíma hefur lesendum Fréttatímans á meðal kvennþjóðarinnar fjölgað ( 25 til 80 ára 64% aprl -jún 2011 en 69% núna jan- mars 2013)
Mest sláandi er þetta meðal kvenna á milli 35 og 49 ára þar sem lestur á Fréttatímann er meiri en á Fréttablaðið. (sjá mynd) Þróunin er nokkuð skýr þótt það getir verið tölfræðiskekkja í þessu þar sem færri svör eru í svo þröngum hóp. Svörin eru samt 850 sem þykir víða nokkuð gott og á að gefa góða mynd af lestri þessara hópa.
Þetta staðfestir sterka stöðu Fréttatímans á auglýsingamarkaði og eru góðar fréttir fyrir auglýsendur. Það skiptir öllu máli fyrir auglýsendur að það sé samkeppni á þessum markaði og Fréttatíminn tryggir þá samkeppni.
Við munum halda áfram að bjóða lesendum gott blað um hverja helgi. Blað sem er ekki bara lesið við eldúsborðið á morgnana heldur lesið um helgar. Við munum líka bjóða auglýsendum gott snertiverð. Við fullyrðum að við séum að bjóða betra snertiverð. Það getum við með því að vera ekki með dýra yfirbyggingu á rekstri blaðsins heldur sýna ráðdeild bjóða góð kjör fyrir auglýsendur.

No comments:
Post a Comment