Fréttatíminn

Engum háður

Wednesday, January 15, 2014

Fréttatíminn styrkir stöðu sína

Fréttatíminn er lesinn vikulega af 106 þúsund Íslendingum á aldrinum12 til 80 ára. Þetta sýna mælingar Capacent á lestri prentmiðla.Fjöldi lesenda Fréttatímans hefur frá því þessar mælingar hófust í upphafi árs 2011 haldist nokkuð stöðugur.  Um 41% landsmanna les blaðið að jafnaði í hverri viku.  Síðustu mælingar sýna að 53% höfuðborgarbúa les Fréttatímann í viku hverri.




Mesta breytingin er lestur kvenna á höfuðborgarsvæðinu. Þegar þessar mælingar hófust lásu 63% kvenna 25 til 80 ára á höfuðborgarsvæðinu Fréttatímann en núna lesa 69% blaðið. 77% lásu Fréttablaðið í upphafi mælinga en núna lesa 74% Fréttablaðið. Lestur kvenna á Fréttatímann eykst því á sama tíma og hann dregst saman hjá Fréttablaðinu.  Þarna er verið að bera saman lestur á eitt blað Fréttatímans og meðallestur á sex blöð  réttablaðsins.  Ef skoðaður er lestur á föstudögum kemur í ljós að konur eldri en 25 ára á höfuðborgarsvæðinu velja Fréttatímann frekar en Fréttablaðið á föstudögum.


Það er líka ánægjulegt að deifingin hefur aldrei verið betri. 86% höfuðborgarbúa segist fá blaðið að jafnaði. Það  verður að teljast góð svörun hjá vikublaði. Til samanburðar sögðust 81% hafa fengið blaðið þegar þessar mælingar hófust. 

No comments:

Post a Comment