Þann 8. nóvember n.k. kemur út fyrsta eintak af blaði sem fjallar sérstaklega um heilbrigðisgeirann. Blaðið ber vinnuheitið Líftíminn og er skrifað fyrir heilbrigðsstarfsmenn, sem og þá sem hafa áhuga á heilbrigðismálum. Ætla má að það sé stór hópur því nú starfa tæplega 20.000 manns í heilbrigðisgeiranum og nánast öll notum við þjónustu heilbrigðisstofnana. Þetta blað er skrifað fyrir þann hóp.
Blaðið verður 16 síður og prentað í 85.000 eintökum og dreift um allt land og kemur út mánaðarlega. Því verður dreift í allar lúgur á höfuðborgarsvæðinu og flestar á Akureyri. Þá er því dreift í lausadreifingu um land allt. Að auki mun það liggja frammi á sjúkrastofnunum víða um land. Blaðið fylgir Fréttatímanum á föstudögum.
„Það er ekkert sem snertir heilbrigðismál sem verður blaðinu óviðkomandi,“ segir Höskuldur Daði Magnússon, ritstjóri Líftímans. Blaðið er gefið út af Morgundegi ehf. sem gefur einnig út Fréttatímann.
Nánari upplýsingar veita Höskuldur Daði Magnússon ritstjóri, hdm@frettatiminn.is og Valdimar Birgisson framkvæmdastjóri, valdimar@frettatiminn.is
No comments:
Post a Comment