Fréttatíminn

Engum háður

Monday, October 28, 2013

Fréttatíminn í nóvember - Blað fyrir heilbrigðisgeirann og Jólablað.

Í síðustu könnun Capacent mældist Fréttatíminn með mesta lestur á föstudagsblöðum meðal kvenna 25 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu.

Fréttatíminn verður sérlega spennandi í nóvember. Í blaðinu 1. nóvember verður sérkafli um langan laugardag.  Þar tökum við púlsinn á miðborginni okkar og miðlum því helsta sem þar er að gerast. Við skoðum líka skartgripi í sérkafla.  Við verðum líka með sérkafla um menningu, bíó, bíla, mat, tísku og heilsu í blaðinu eins og í öllum blöðum. Þá hefjum við aftur reglulega umfjöllun um bækur.

Þann 8. nóvember n.k. kemur svo út fyrsta eintak af blaði sem fjallar sérstaklega um heilbrigðisgeirann. Blaðið ber vinnuheitið Líftíminn og er skrifað fyrir heilbrigðsstarfsmenn, sem og þá sem hafa áhuga á heilbrigðismálum. Blaðið verður 16 síður, prentað í 85.000 eintökum, dreift um allt land og kemur út mánaðarlega. Því verður dreift með Fréttatímanum og að auki mun það liggja frammi á sjúkrastofnunum víða um land. Blaðið fylgir Fréttatímanum á föstudögum. 
Í sama blaði verður veglegur sérkafli um umhirðu húðar. Þá verður líka sérkafli um heimili í blaðinu.

Föstudaginn 15. nóvember smökkum við jólabjórinn og förum yfir hvaða bækur eru væntanlegar í jólabókaflóðinu.

Föstudaginn 22. nóvember mátum við jólafötin og fimmtudaginn 28. nóvember kemur jólablað Fréttatímans út. Daginn eftir, föstudaginn 29. nóvember, eldum við jólamatinn og færum ykkur uppskriftirnar.

Fréttatíminn færir ykkur góða helgi.



No comments:

Post a Comment